Birta Björnsdóttir

  1. Ég heiti Birta
  2. Ég er Björnsdóttir
  3. Ég er fædd í Reykjavík þann 28. september 1979
  4. Ég er vog.
  5. Foreldrar mínir heita Áslaug og Björn.
  6. Stjúpforeldrar mínir heita Hrefna og Kristján.
  7. Ég á eina alsystur, Brymju.
  8. Ég á 3 hálfsystkini, Önnu, Arnald og Björn Brynjúlf.
  9. Ég á tvær stjúpsystur, Brynju og Örnu.
  10. Ég er elst þeirra allra, múhahaha!
  11. Það var alltaf frekar flókið fyrir mig að gera ættartré í grunnskóla.
  12. Ég á litla stelpu sem heitir Herdís Anna.
  13. Hún heitir í höfuðið á afasystur sinni, systur minni, langömmu og frænkum...
  14. Herdís Anna fallegasta, gáfaðasta og besta barn sem hægt er að hugsa sér. (Hlutlaust mat!).
  15. Pabbi hennar er líka mjög fínn en hann heitir Svenni.
  16. Við búum öll saman á Brávallagötunni.
  17. Ég hef búið í Kaupmannahöfn, New York og Ítalíu.
  18. Annars hef ég alla tíð búið í Reykjavík, 104 þar til núna.
  19. Ég var í 6 ára bekk í Laugarnesskóla.
  20. Ég kláraði svo grunnskólapróf í Vogaskóla.
  21. Þegar ég var 7 ára var ég lafhrædd um að strákarnir í bekknum kæmust að því að skyrta rímaði við Birta og myndu stríða mér.
  22. Ég tók meira að sega loforð af stelpunum í bekknum um að þær myndu ekki segja neinum frá þessarri uppgötvun minni.
  23. Ég efast ekki um að strákarnir hafi gert sér grein fyrir því að nafnið mitt rímar við skyrta og fundist það ekkert tiltökumál.
  24. Ég kynntist bestu vinkonum mínum í Vogaskóla.
  25. Við fórum allar saman í Menntaskólann við Sund.
  26. Þar kynntist ég mínum bestu strákavinum.
  27. Það var ótrúlega skemmtilegt í MS.
  28. Þar var ég í leiklistarfélaginu tvö ár.
  29. Ég lék snobbaða flugfreyju og ítalska daðurdrós á þessum tveimur árum.
  30. Einu sinni lék ég Hannes Hólmstein í leikriti Stúdentaleikhússins.
  31. Bestu vinkonur mínar heita Bettý, Erla og Kristín.
  32. Við erum í matarklúbb sem heitir Stebbi kunta, skemmtileg saga sem varð svo minna skemmtileg.
  33. Við erum einnig dauðarokkshljómsveitin Navy Death.
  34. Ég kynntist Kristínu fyrst en þorði aldrei að koma í heimsókn til hennar því að ég var svo hrædd um að stóri bróðir hennar myndi stríða mér. Þegar hún sagði mér að hún ætti Barbie-hárgreiðslustofu lét ég þó til leiðast.
  35. Mér finnst ég eiga skemmtilegustu vini í heiminum.
  36. Mér finnst ég líka vinna skemmtilegustu vinnu í heiminum.
  37. Ég hef átt tvo kærasta áður.
  38. Þeir eru báðir fæddir árið 1981.
  39. Það fannst mörgum rosalega fyndið.
  40. Ég er sagnfræðingur.
  41. Mér finnst saga ótrúlega áhugaverð.
  42. Ég er með húðflúr sem ég fékk í 17 ára afmælisgjöf frá mömmu.
  43. Ég hata ferska tómata og fiskibollur í dós.
  44. Uppáhalds hljómsveitin mín heitir The Smiths.
  45. Svenni er ekki sammála mér um gæði þeirrar sveitar.
  46. Mér finnst rosalega gaman að lesa (svo hugsa ég líka rosalega mikið)  :o)
  47. Einu sinni vann ég á leikskóla í Danmörku.
  48. Einn strákurinn á leikskólanum kallaði mig alltaf Tóbías.
  49. Ég hef ekki hugmynd um af hverju.
  50. Ég er með gífulega fordóma fyrir sjálfshjálparbókum.
  51. Ég tók bílpróf í hópi unglamba þegar ég var 20 ára.
  52. Ég var stemmningslausasta fermingarbarn í sögu Íslands.
  53. Ég er brjálæðislega lofthrædd.
  54. Ég elska rigningarhljóð.
  55. Þegar ég var gelgja elskaði ég ónefndan landsliðsmann í knattspyrnu og fór oft inn í búð sem hann var að vinna í til að skoða hann.
  56. Ég hef einu sinni verið kýld í andlitið, en það var ónefndur Portúgali sem ætlaði alls ekkert að dangla í mig, heldur þann sem stóð við hliðina á mér.
  57. Ég fékk glóðurauga en fannst þetta frekar fyndið.
  58. Við Bettý fórum saman í útskriftarferð til Portúgal...ásamt fleirum reyndar.
  59. Ég þyngdist um 9 kíló á 3 vikum í ferðinni.
  60. Ég var ógeðslega fyndin sem bolla.
  61. Ég er óþolinmóðasta manneskja sem ég veit um.
  62. Ég hef tvisvar sinnum brotið í mér bein.
  63. Einu sinni rifbeinsbrotnaði ég í skálaferð.
  64. Í annað skiptið braut ég á mér rassinn, rófubeinið.
  65. Ég gat ekki setið með góðu móti í hálft ár á eftir og er oft ennþá illt í því.
  66. Ég hef fjórum sinnum fengið gat á hökuna!
  67. Ég hágræt yfir öllum myndum þar sem fjallað er um óréttlæti af einhverju tagi.
  68. Mig langar í kött en gæti aldrei hugsað mér að eiga hund eða hamstur.
  69. Einu sinni áttum við Brymja 2 mýs, hvítar með rauð augu.
  70. Mamman dó þegar hún át ungana sína og þeir mygluðu inni í henni.
  71. Pabbinn varð blindur eftir að við tróðum í hann ávaxtakarmellum.
  72. Þegar ég var smábarn áttum við kött sem hét Úlfur Úlfur og var mjög tæpur á taugum og hengdi sig í kálfana á gestum og gangandi.
  73. Hann var svæfður þegar vinir mömmu og pabba hættu að koma í heimsókn.
  74. Kannski ég sleppi því bara að fá mér gæludýr.
  75. Mín uppáhalds dýr eru mörgæsir.
  76. Okkur Erlu vinkonu finnast herramennirnir teljast til heimsbókmenntanna.
  77. Kengúra með appelsínusósu er trúlega skrýtnasti matur sem ég hef borðað.
  78. Ég hef einu sinni sungið á sviði Broadway í hópi vinkvenna minna, þar sem við sungum um flækinginn Philip sem er til í alvörunni.
  79. Mér finnst þjóðveldisöldin athyglisverðasta tímabil Íslandssögunnar.
  80. Einu sinni fór ég í klippingu og fannst hárið mitt svo ömurlegt eftirá að ég grét í Cosmo á meðan Bettý var að máta árshátíðarkjól.
  81. Einu sinn kom ég Bjarna vini mínum á óvart og heimsótti hann til Danmerkur án þess að láta hann vita. Ég hélt að hann myndi deyja þegar hann sá mig og í augnarblik fannst mér þetta ekkert góð hugmynd.
  82. Ég hef heyrt alla brandara sem hægt er að segja um nafnið mitt...100 sinnum.
  83. Fólk lætur samt yfirleitt eins og ég sé að heyra þá í fyrsta skipti.
  84. Einu sinni talaði ég við mann sem gat ekki skilið hvað pabbi minn og mamma hefðu verið að spá með að skíra mig þessu fáránlega nafni og vottaði mér sína dýpstu samúð.
  85. Ég hef samt alltaf verið sátt við að heita Birta nema á áðurnefndu skyrtu-tímabili.
  86. Ég fílaði Duran Duran...ekki Wham!
  87. Einu sinni ætlaði ég að giftast Kurt Coabain...en svo dó hann.
  88. Mér fannst Dylan sætari en Brandon í Beverly Hills, við stelpurnar skiptumst í öndverðar fylkingar um málið.
  89. Ég horfði á alla jarðarför Kristjáns heitins Eldjárns í beinni útsendingu árið 1982 og spurði mömmu þegar líða tók á útsendinguna “hvenær Kristján færi eiginlega ofaní kistuna?”
  90. Ég fékk alltaf tár í augun þegar ég sá mjög gamalt fólk þegar ég var lítil því að ég hélt að það væri að deyja.
  91. Það er mjög spes.
  92. Ég svindlaði á heyrnaprófum þegar ég var lítil og pabbi og mamma héldu að ég væri heyrnalaus.
  93. Ég hef svamlað í gosbrunninum á Gammeltov í félagsskap vinkvenna minna.
  94. Ég var troðin niður á Iron Maiden tónleikunum á hinni alræmdu Hróarskeldu 2000, fékk fótspor á andlitið sem var ekkert spes.
  95. Þegar ég var 14 langaði mig fátt meira en að lita hárið á mér grænt.
  96. Ég er enn þann dag í dag afar fegin að ég lét það ekki eftir mér.
  97. Ég fór á Uxa ´95 og var eflaust eina barnið á svæðinu sem hringdi í móður sína og spurði hvort ég mætti fá mér bjór.
  98. Minn æðsti draumur sem barn var að verða búðarkona.
  99. Einu sinni æfði ég dans og fannst það brjálað gaman.
  100. Ég ætla að fara að fá mér að borða...

Ábyrgðarmaður skv. Þjóðskrá: Birta Björnsdóttir

Um bloggið

Birta

Höfundur

Birta Björnsdóttir
Birta Björnsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_0017
  • ...herra_saell
  • dýra
  • leifsstöð
  • JQ2X6933

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 11371

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband