26.6.2007 | 22:24
Best að prófa aftur að vera með blog...
Fínt að byrja á léttu nótunum! Það væri óskandi að sumarið hefði verið jafn gott í fyrra þegar ég átti "barnafrí" allt sumarið. En ég kvarta ekki, við Herdís spásseruðum um bæinn í dag. Heimsóttum ömmu Hrefnu og ömmu Áslaugu í vinnuna. Grýttum brauði í endurnar (allavega Herdís). Henni finnst það fáránlega skemmtilegt og ég sá alveg badmintonhæfileika föðurins koma í ljós þegar barnið sveiflaði brauðmolum útí tjörn. Mestu munaði að litli kroppurinn fylgdi á eftir, svo mikill var hamagangurinn! Við gáfum nefnilega öndunum um daginn og síðan segir Herdís við mig daglega: "Gagaga (fuglar) mmnammi (matur)". Hittum svo Ingu óvænt í hádegismat og náðum svo að spóka okkur talsvert áður en ég fór í vinnuna.
Sveinn er nú hættur að sofa. Veiðitímabilið er hafið og hann getur varla á sér heilum tekið að hafa ekki enn komist út í vötn eða á. Það stendur þó til bóta um helgina svo við Herdís verðum grasekkja og...grasbarn...er það til?!?
Annars er um fátt annað rætt á heimilinu en Barbapabba. Svenni reyndar tjáir sig ekkert sérstaklega mikið um hann en unginn þusar Bababababa allan daginn. Hún á þennan forláta Barbapabba-sparibauk sem var orðinn helst til þungur fyrir litlar hendur. Við fórum því í bankann í dag og létum létta á honum og nú er Babababababababa orðinn afar meðfærilegur og fær að rússa um í dúkkukerru milli þess sem hann er kysstur og faðmaður.
Um bloggið
Birta
Nýjustu færslur
- 24.5.2008 Because we Cannes, Cannes, Cannes!
- 12.5.2008 Alltaf í ræktinni...
- 17.3.2008 Ferðalag dauðans...
- 27.2.2008 Lilli Klifurmús á National Gallery...
- 20.2.2008 Með rúgbrauð í leikskólanum...
- 13.2.2008 Mamma mella!
- 14.11.2007 Ég er múmínpabbi
- 1.11.2007 Londondondon...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.4.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vei! gaman ad thu sert komin med blogg, hlakka til ad lesa
Brynja Björnsdóttir, 27.6.2007 kl. 14:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.