29.6.2007 | 12:28
Ókurteisir fiskar...
Jæks hvað er gott veður! Ég hlakka svo til að tölta niður í bæ á eftir með Herdísi, spæna í mig ís og safna freknum.
Fórum í Húsdýragarðinn í gær með afa og ömmu í Sævó. Herdísi fannst selirnir eiginlega mest spennandi en svo var líka frábært að sjá gadl gadl (kanínu!). Hin kurteisa dóttir mín heilsaði hverju dýri fyrir sig með virktum. Eitthvað stóð á svörum og voru fiskarnir sérstaklega tregir til að heilsa á móti þá barnið lægi á fiskabúrinu hrópandi HÆ! HÆ! Ég hlakka mikið til að fara með hana í dýragarðinn í Köben í næstu viku. Eins gott að "hæ" hljómar eins á íslensku og dönsku.
Mamma og Kristján ætla að fara með Herdísi í ferðalag á morgun yfir nótt. Þau fara um miðjan daginn sem þýðir að ég verð ein heima í marga klukkutíma, en það hefur ekki gerst síðan....já síðan hvenær? Veit ekki alveg hvað ég ætla af mér að gera... Um kvöldið ætla samt vinnufélagar mínir að koma í heimsókn skemmta sér með mér í einverunni.
Hmmm hvernig ís ætti ég annars að fá mér á eftir...
Um bloggið
Birta
Nýjustu færslur
- 24.5.2008 Because we Cannes, Cannes, Cannes!
- 12.5.2008 Alltaf í ræktinni...
- 17.3.2008 Ferðalag dauðans...
- 27.2.2008 Lilli Klifurmús á National Gallery...
- 20.2.2008 Með rúgbrauð í leikskólanum...
- 13.2.2008 Mamma mella!
- 14.11.2007 Ég er múmínpabbi
- 1.11.2007 Londondondon...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.4.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
fadu thjer sorbet, thad er svo gott.
jeg sje Herdisi fyrir mjer liggjandi a fiskaburinu haHahA
skemmtileg spice girls greinin, goda helgi ljufan
Brynja Björnsdóttir, 29.6.2007 kl. 17:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.