19.7.2007 | 10:05
Danmörk og London...
Við Herdís Anna og mamma fórum í frábæra stelpuferð til Köben. Herdís var afar spennt strax í Leifsstöð, tuskaðist um og aflaði sér vina á öllum aldri.
Eitthvað varð hún þó lúin þegar nær dró flugferð og ákvað því að troða sér inn í röðina í gjaldeyrisviðskipti Landsbankans og leggja sig örstutta stund!
Flurgferðin fór svo í að hafa ofan fyrir unganum með límdóti og litum. Það gekk bara furðu vel enda barnið orðið frekar flugvant!
Friðrik konungur bauð okkur svo athvarf...reyndar ekki krónprinsinn því miður! Við gistum nefnilega á þessu fína hóteli kenndu við kónginn gamla. Í herberginu okkar var meðal annars að finna betri stofu þar sem við mamma sátum við saumaskap og rauðvínsdrykkju á kvöldin eftir að Herdís Anna færði sófa. Ég reyndi mitt besta í ferðinni til að koma Herdísi Önnu í návígi við framtíðareiginmanninn en Christian litli var greinilega annarsstaðar en í dýragarðinum og tívolí þessa helgina.
Dýragarðurinn var náttúrulega paradís fyrir litla dýraáhugakonu. Hún horfði mjög athugul á það sem fram fór í hverju búri en mesta athygli fengu gíraffarnir, aparnir og fílarnir. Einn þeirra síðastnefndu sneri reyndar í okkur óæðri endanum og kúkaði heil ósköp. Ég þarf greinilega að fara að fræða dóttur mína betur í líffræðinni því hún leit á mig og sagði: "Nammi!". En öll dýrahljóðin voru leikin með tilþrifum og ég held að selirnir hafi verið hálf hræddir við rauðklædda barnið sem hamaðist á búrinu þeirra og hermdi eftir selahljóðum. Eins lagðist hún á eitt búrið og æpti: "Bakka, bakka!". Eftir smá eftirgrennslan kom í ljós að í búrinu voru skjaldbökur, ekki veit ég hvenær hún lærði að segja það.
Tívolí var líka hresst. Vegna smæðar minnsta ferðalangsins urðu ferðirnar í tækin ekki eins margar og síðast, en ég brá mér þó eina ferð í Dæmonen! Eina tækið sem þeir sem eru 84 sentimetrar á hæð mega fara í er hringekjan og því tókum við tvo snúninga í henni.
Og svo meiri ferðalög því síðustu helgi fórum við Svenni til London að spóka okkur. Borðuðum frábæran mat, skoðuðum borgina og versluðum smá. Það var alveg frábært en það var líka gott að koma heim til litlu stelpunnar sem var búinn að læra að segja appelsínugulur!
Um bloggið
Birta
Nýjustu færslur
- 24.5.2008 Because we Cannes, Cannes, Cannes!
- 12.5.2008 Alltaf í ræktinni...
- 17.3.2008 Ferðalag dauðans...
- 27.2.2008 Lilli Klifurmús á National Gallery...
- 20.2.2008 Með rúgbrauð í leikskólanum...
- 13.2.2008 Mamma mella!
- 14.11.2007 Ég er múmínpabbi
- 1.11.2007 Londondondon...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.4.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ae er madur 84 sentimetrar, ekki er thad nu mikid. Tho hefur hun abyggilega staekkad otrulega sidan sidast, mjog skemmtilegar lysingar ur dyragardinum :)
hlakka endalaust til ad hitta ykkur eftir 3 daga! :)
Brynja Björnsdóttir, 28.7.2007 kl. 13:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.