20.8.2007 | 23:31
Klukk sagði Begga...
Það þýðir víst að ég á að útlista hér átta staðreyndir um sjálfa mig sem kannski eru ekki öllum kunnar...
1) Ég á fjögur systkyni, tvær stjúpsystur, tvö stykki foreldra, tvenna stjúpforeldra, einn afa, tvær ömmur, fjögur eintök af stjúp-öfum og ömmum, eitt barn og einn mann.
2) Mín uppáhalds dýr eru mörgæsir og ég safna litlum eftirmyndum af kvikindunum.
3) Einu sinni fór ég með hlutverk Hannesar Hólmsteins í uppfærslu Stúdentaleikhússins.
4) Þegar ég var 14 langaði mig fátt meira en að lita hárið á mér grænt.
5) Ég er með húðflúr á mjóbakinu hægra megin. Það er stjörnumerkið vogin, 17 ára afmælisgjöf frá mömmu minni.
6) Þegar ég var um níu ára dreymdi mig um að heita Stella...mér fannst það eitthvað svo skvísulegt.
7) Ég hef fjórum sinnum fengið gat á hökuna.
8) Ég borða ekki fiskibollur í dós og ferska tómata.
Um bloggið
Birta
Nýjustu færslur
- 24.5.2008 Because we Cannes, Cannes, Cannes!
- 12.5.2008 Alltaf í ræktinni...
- 17.3.2008 Ferðalag dauðans...
- 27.2.2008 Lilli Klifurmús á National Gallery...
- 20.2.2008 Með rúgbrauð í leikskólanum...
- 13.2.2008 Mamma mella!
- 14.11.2007 Ég er múmínpabbi
- 1.11.2007 Londondondon...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.4.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
þú ert æði!
....þú ert kannski Stella Hertz? (smá bíógáta hér)
ég vildi hins vegar heita Lise-Lotte
Bergþóra Jónsdóttir, 25.8.2007 kl. 01:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.