1.11.2007 | 21:00
Londondondon...
Komin til London og sest þar að. Nettengin heimilisins er reyndar heldur bágborin enn en það stendur til bóta i næstu viku. Þá fáum við líka fullt af sjónvarpsstöðvum, margar skemmtilegar og líka óhemju margar íþrótta- og fótboltastöðvar skilst mér. Annars er fínt að búa í London. Svenni er farinn að vinna svo við Herdís Anna þrömmum um göturnar og skoðum okkur um. Förum talsvert í Hyde Park, sem er hér rétt hjá, og gefum íkornunum eitthvað að naga og komum reglulega við á Starbucks og fjárfestum í nýjasta uppáhalds drykknum mínum, Chai Tea Latte...mjog gott.
Gatan okkar heitir Queens Gate, hvorki meira né minna, og hér ofar í götunni bjó ekki ómerkari maður en Benny Hill í næstum 20 ár. Það er staðfest með skilti utaná húsinu. Það er nú leitt að hafa ekki þvílíkan brandarakall lengur meðal vor, að ég tala nú ekki um í næsta húsi. Reyndar er írakska sendiráðið hérna í næsta húsi og það á greinilega að fylgjast vel með hverjir fara þar inn og út. Um 20 myndavélar af öllum stærðum og gerðum mynda um fermeters stóran pall fyrir framan bygginguna.
Svo fara gestirnir að koma...mamma kemur fyrst í næstu viku og svo eru það pabbi og Hrefna og svo tengdó.
Gatan okkar heitir Queens Gate, hvorki meira né minna, og hér ofar í götunni bjó ekki ómerkari maður en Benny Hill í næstum 20 ár. Það er staðfest með skilti utaná húsinu. Það er nú leitt að hafa ekki þvílíkan brandarakall lengur meðal vor, að ég tala nú ekki um í næsta húsi. Reyndar er írakska sendiráðið hérna í næsta húsi og það á greinilega að fylgjast vel með hverjir fara þar inn og út. Um 20 myndavélar af öllum stærðum og gerðum mynda um fermeters stóran pall fyrir framan bygginguna.
Svo fara gestirnir að koma...mamma kemur fyrst í næstu viku og svo eru það pabbi og Hrefna og svo tengdó.
Um bloggið
Birta
Nýjustu færslur
- 24.5.2008 Because we Cannes, Cannes, Cannes!
- 12.5.2008 Alltaf í ræktinni...
- 17.3.2008 Ferðalag dauðans...
- 27.2.2008 Lilli Klifurmús á National Gallery...
- 20.2.2008 Með rúgbrauð í leikskólanum...
- 13.2.2008 Mamma mella!
- 14.11.2007 Ég er múmínpabbi
- 1.11.2007 Londondondon...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.