13.2.2008 | 19:21
Mamma mella!
Fór í klippingu í dag. Stúlkan sem kom á móti mér og gaf mér kaffibolla varð himinlifandi þegar ég sagðist aðspurð vera frá Íslandi. Hún sagðist um hæl oft hafa verið líkt við Björk og beið svo brosandi fyrir framan mig eftir að ég tæki í sama streng...sem ég og gerði. "Já ég sé alveg hvað fólk meinar..." sagði ég og hún varð alsæl.
Annars fer Herdísi fram í tali daglega. Ekki eru þó öll orð eins vinsæl...til dæmis um daginn þá var ég að smella tölunum á úlpunni hennar og við vorum á leið út. Þá segir sú stutta hátt og snjallt: "Mamma mella!" Sm-hljóðið ekki alveg komið...
Á morgun brestur á með heimsóknum...reyndar verðum við ekki gestalaus frá og með morgundeginum og fram í apríl. En Brymja, Palli og Diddi eru væntanleg í heimsókn á morgun og ég ætla að gefa þeim bleikt freyðivín og súkkulaði, því það er nú einusinni dagur elskendanna...
Annars fer Herdísi fram í tali daglega. Ekki eru þó öll orð eins vinsæl...til dæmis um daginn þá var ég að smella tölunum á úlpunni hennar og við vorum á leið út. Þá segir sú stutta hátt og snjallt: "Mamma mella!" Sm-hljóðið ekki alveg komið...
Á morgun brestur á með heimsóknum...reyndar verðum við ekki gestalaus frá og með morgundeginum og fram í apríl. En Brymja, Palli og Diddi eru væntanleg í heimsókn á morgun og ég ætla að gefa þeim bleikt freyðivín og súkkulaði, því það er nú einusinni dagur elskendanna...
Um bloggið
Birta
Nýjustu færslur
- 24.5.2008 Because we Cannes, Cannes, Cannes!
- 12.5.2008 Alltaf í ræktinni...
- 17.3.2008 Ferðalag dauðans...
- 27.2.2008 Lilli Klifurmús á National Gallery...
- 20.2.2008 Með rúgbrauð í leikskólanum...
- 13.2.2008 Mamma mella!
- 14.11.2007 Ég er múmínpabbi
- 1.11.2007 Londondondon...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.