Reyklaust fjör með Þorgrími...

Meira, meira veðurblogg! Það er sannarlega hvergi betra að vera en á Íslandi þegar veðrið er svona gott!
Áttum þessa fínu helgi við gras-mægður. Sóluðum okkur með húsráðendum á Ásalæk á föstudag og laugardag. Litla barnið var svo skilið eftir í sveitinni því ég hélt partý fyrir vinnufélagana. Þar fór meðal annars fram stórskemmtilegur partý-leikur. Hver og einn gestur (nokkrir svinduðu reyndar) átti að koma með disk með þremur lögum á, lögum sem viðkomandi heldur uppá en hinir vita kannski ekki að hann heldur uppá. Diskarnir voru svo spilaðir og hver og einn giskaði hver ætti hvaða disk. Það er skemmst frá því að segja að við virðumst ekkert sérstaklega upplýst um tónlistarsmekk hvers annars!
Leiðin lá svo í reyklausan bæinn, þvílíkur munur. Ég hefði ekki trúað því. Morguninn eftir leið mér líka eins og ég herði verið að hlaupa á Esjuna daginn áður en ekki hanga á öldurhúsum bæjarins framundir morgun...svona eiginlega.
Í blíðunni í gær brá ég mér svo í golf í fyrsta sinn á ævinni. Fór með vinkonu minni á smá námskeið en markmiðið er í fyrsta lagi að vinna Svenna og öðru lagi að vinna pabba en þeir eru báðir annálaðir golf-hestar.
Svo er meira grill og meiri sól í kvöld. Um að gera að njóta sólarinnar áður en haldið verður í rigninguna í Kaupmannahöfn um helgina...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Birta

Höfundur

Birta Björnsdóttir
Birta Björnsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_0017
  • ...herra_saell
  • dýra
  • leifsstöð
  • JQ2X6933

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband