24.5.2008 | 12:20
Because we Cannes, Cannes, Cannes!
Komin heim frá Cannes, er á leið heim til Íslands frá heimili mínu í London...flókið.
Það var óskaplega gaman á Cannes í ár. Sá fleiri myndir en nokkrum getur verið hollt, tók viðtal við Woody Allen, hlustaði á Tim Robbins syngja fyrir mig (og reyndr nokkra fleiri), þrammaði upp rauða dregilinn með Hönnu Björk á næstum hverju kvöldi og skrifaði eins og vindurinn þess á milli.
Hlakka svo til að komast heim til litlu stelpunnar minnar sem heimtar víst að fá að horfa á Emil í tíma og ótíma. Hún var sko alveg með það á hreinu að mamma var í Cannes og reifst við ömmu sína um daginn: "Nei mamma er ekki í útlöndum, mamma er í Cannes!"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.5.2008 | 21:15
Alltaf í ræktinni...
Það er eins og þau ætli að hlaupa maraþon í beinni...fá þau ekki bara 3 mínútur á sviðinu?
Ég minnist þess ekki að svona mikið hafi verið lagt uppúr líkamlegu hreysti keppenda áður...en það verður gaman að sjá afrakstur mánaðalangs hangs á líkamsræktarstöðvum í á sviði...verst að ég verð í útlöndum...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.3.2008 | 16:55
Ferðalag dauðans...
Okkur Herdísi Önnu fannst það góð hugmynd í síðustu viku að leggja leið okkar til Frakklands til að fagna fimmtugsafmæli Sverris föðurbróður míns í faðmi stórfjölskyldunnar á skíðasvæðinu Avoriaz. Hugmyndin hljómar að vísu ekkert illa en það varð hreint ekki þrautarlaust fyrir okkur að komast á áfangastað.
Ferðalagið hófst á leið okkar útá London City Airport þar sem við tók heljarinnar bið vegna veðurs í London. Hvað eftir annað var tilkynnt í kallkerfinu um flug sem var aflýst en við sluppum fyrir horn þar og komumst út í flugvél tveimur klukkutímum of seint. Þegar í vélina var komið tók við meiri bið og þá kom í ljós að flugvélin þótti of þung fyrir flugtak og því voru 20 sjálfboðaliðar beðnir um að gefa sig fram og verða eftir í nokkra klukkutíma í viðbót gegn greiðslu. Þá hófst bið eftir því að farangur sjálfboðaliðanna var færður frá borði...Jæja af stað svo.
Þegar til Genf kom þrömmuðum við af stað að færibandinu og biðum eftir farangrinum okkar. Og biðum. Og biðum svo smá meira. Þegar ekkert bólaði á töskunum að tveimur tímum loknum ákváum við mæðgur og samferðalangar að fara að kanna málið. Þá kom í ljós að allar töskurnar höfðu viljandi verið skildar eftir í London en það fannst Sviss Air ekki í sínum verkahring að upplýsa okkur farþegana um.
Jæja þá tók við ýmiskonar skýrslugerð í von um að koma töskunum til okkar þegar og ef þær kæmu til landsins...Þá var farið að nálgast miðnætti og tveggja ára samferðakona mín orðin þreytt þó svo að hún hefði staðið sig eins og hetja allan tíman. Ég ákvað því að hressa uppá ferðalagið kaupa fyrir okkur sleikjó og náði í leigubíl fyrir okkur til að ferja okkur uppí skíðaþorpið Avoriaz. Jæja, leigubílaferðin hófst vel en þegar kom ofar í fjöllin fór skygnið að versna og ferðin að hægjast. Leigubíllinn fikraði sig áfram í snjóbylnum utaní fjallshlíðinni og þá fór Herdís Anna að sífra, Það endaði með því að aumingjans barnið gubbaði allan bílinn út þrisvar sinnum. (Ég minni á að á þessum tímapunkti þá voru öll aukafötin okkar enn í London!). Við komumst því í hús um miðnætti, útgubbaðar og farangurslausar.
Næsti einn og hálfur sólarhringurinn fór svo í að reyna að ná í Sviss Air en þeir höfðu vit á því að hafa einungis símsvara á vaktinni, til að forðast að þurfa að hlýða á hundfúla farþega.
En það var rosa gaman í afmælinu, við náðum rosa góðum skíðadegi, borðuðum góðan mat, lékum við fjölskyldumeðlimi og höfðum það gott.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.2.2008 | 18:51
Lilli Klifurmús á National Gallery...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.2.2008 | 11:36
Með rúgbrauð í leikskólanum...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.2.2008 | 19:21
Mamma mella!
Annars fer Herdísi fram í tali daglega. Ekki eru þó öll orð eins vinsæl...til dæmis um daginn þá var ég að smella tölunum á úlpunni hennar og við vorum á leið út. Þá segir sú stutta hátt og snjallt: "Mamma mella!" Sm-hljóðið ekki alveg komið...
Á morgun brestur á með heimsóknum...reyndar verðum við ekki gestalaus frá og með morgundeginum og fram í apríl. En Brymja, Palli og Diddi eru væntanleg í heimsókn á morgun og ég ætla að gefa þeim bleikt freyðivín og súkkulaði, því það er nú einusinni dagur elskendanna...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.11.2007 | 10:59
Ég er múmínpabbi
Hvem er du i Mummidalen? | |
Mitt resultat: Mummipappa Du er Mummipappa! Du er en drømmer og du drømmer deg ofte bort og inn i eventyr. Du er også en håpløs romantikker. | |
Ta denne quizen på Start.no |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.11.2007 | 21:00
Londondondon...
Gatan okkar heitir Queens Gate, hvorki meira né minna, og hér ofar í götunni bjó ekki ómerkari maður en Benny Hill í næstum 20 ár. Það er staðfest með skilti utaná húsinu. Það er nú leitt að hafa ekki þvílíkan brandarakall lengur meðal vor, að ég tala nú ekki um í næsta húsi. Reyndar er írakska sendiráðið hérna í næsta húsi og það á greinilega að fylgjast vel með hverjir fara þar inn og út. Um 20 myndavélar af öllum stærðum og gerðum mynda um fermeters stóran pall fyrir framan bygginguna.
Svo fara gestirnir að koma...mamma kemur fyrst í næstu viku og svo eru það pabbi og Hrefna og svo tengdó.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.9.2007 | 09:26
Ég er bara ég...
"Ég ætla að verða eins og Britney Spears" söng Nylon flokkurinn hressilega við undirleik Sniglabandsins í útvarpinu mínu í morgun...
Nú bíð ég spennt eftir slagaranum: "Ég ætla að verða eins og O.J. Simpson".
Þetta gæti kannski orðið lag eins og í sunnudagaskólanum í gamla daga þegar stelpur vildu líkjast Rut og strákarnir Daníel. Er ekki hægt að segja að Britney sé sæt og góð og Simpson fylltur hetjumóð...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.9.2007 | 18:02
Hver kannast ekki við...
Það er aldeilis að kynnirinn á Vörutorgi Skjás eins ætlar að ná til fjöldans. Hann byrjar allar setningar á: Hver kannast ekki við...? Svo býður hann lausn á vandanum, sama hvort maður kannast við plássleysi, aukakílóin eða Tinnabækurnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Birta
Nýjustu færslur
- 24.5.2008 Because we Cannes, Cannes, Cannes!
- 12.5.2008 Alltaf í ræktinni...
- 17.3.2008 Ferðalag dauðans...
- 27.2.2008 Lilli Klifurmús á National Gallery...
- 20.2.2008 Með rúgbrauð í leikskólanum...
- 13.2.2008 Mamma mella!
- 14.11.2007 Ég er múmínpabbi
- 1.11.2007 Londondondon...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar