Megill á Menningarnótt...

IMG_0017Eins og góðum Reykvíkingum sæmir þrömmuðum við í bæinn á Menningarnótt. Hittum mann og annan enda veðrið frábært og gaman að vera úti. Eftir pizzuát í góðra vina hópi á Brávallagötunni lá leiðin á Miklatún. Herdís Anna sofnaði vært í vagninum á leiðinni og ég var viss um að hún myndi halda þeirri iðju áfram þar til heim væri komið. Svo var aldeilis ekki, um leið og fagrir tónar Á móti sól fóru að berast í nágrenni Miklatúns reis litla barnið upp við dogg og ætlaði sko ekki að missa af neinu. Þó henni hafi fundist gaman að dilla sér við Megas og Mannakorn var langskemmtilegast þegar allir klöppuðu í lok hvers lags. Ég var eitthvað að reyna að kenna henni að segja Megas, var spennt að heyra hvernig útkoman yrði, en það gekk ekkert mjög vel. Ég kallaði hann víst Megil þegar ég var á Herdísar aldri, en það er ekki að marka. Maður var svo geysilega meðvitaður hér í gamla daga. Kommarnir foreldrar mínir kenndu mér að segja þrjú orð þegar ég var að læra þau fyrstu: mamma, pabbi og Maó!

Flugeldasýningin var svo ógeðslega flott. Herdís Anna gapti af undrun og um leið og síðasti flugeldurinn fuðraði upp bað hún samstundis um meira! 

Annars þarf ég að fara að komast í bíó. Á samtals 20 bíómiða á Bíódaga Græna ljóssins sem ég þarf að fara að koma í lóg. Er reyndar búin að sjá tvær myndir á hátíðinni, Sicko sem ég sá reyndar líka í Cannes, afar vön! Svo sá ég líka The Bridge sem var ansi mögnuð. Merkileg og vel gerð mynd um fólk sem hoppar viljandi fram af Golden Gate brúnni.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergþóra Jónsdóttir

Klukk!

Bergþóra Jónsdóttir, 19.8.2007 kl. 23:50

2 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Heyrðu mig nú! Af hverju birtist þú ekki í bloggvinalistanum mínum?

Dularfullt.

Ragnhildur Sverrisdóttir, 20.8.2007 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Birta

Höfundur

Birta Björnsdóttir
Birta Björnsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_0017
  • ...herra_saell
  • dýra
  • leifsstöð
  • JQ2X6933

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband